Þá er loksins komið að því!

  Það hefur lengi verið á stefnuskránni hjá mér að koma mér upp bloggsíðu og taka á þannig þátt í   umræðunni í bloggheimum

Það hefur aldrei verið mín sterkasta hlið að tjá mig í skrifuðu máli, meira „með kjaftinn út á öxl“týpan.  En ég er þessa dagana í þeirri stöðu að ekki verður undan því komist að gefa fólki smá mynd af því   fyrir hvað ég stend og kynna því skoðanir mínar á hinum ýmsu málum. Ég á auðvitað við prófkjör okkar Sjálfstæðismanna hér í Reykjavík sem fer fram þann 23. Janúar nk . en ég sækist þar eftir 5. sætinu.

Ég verð því að henda mér útí  djúpu laugina og vona að æfingin skapi meistarann.    Það sem ég hef hugsað mér að gera hér að að segja skoðun mína á hinum ýmsu málum sem eru í umræðunni hverju sinni  og er þar allt undir. Ég hef sterkar skoðanir á mörgum málaflokkum og mun ekki liggja á mínum skoðunum.

Borgarmálin eru mér auðvitað efst í huga þessa dagana, að sjálfsögðu og verða þau væntanlega fyrirferðarmikil.

Sem fiskverkakona er ég mikil áhugamanneskja um íslenskan sjávarútveg og  hagsmuni fiskverkafólks. Ég vinn líka við ummönnun aldraðra og eru þau málefni mér afar hugleikinn. 

Verandi bóndadóttir ofan úr Borgarfirði stendur íslenskur landbúnaður mér afar nærri. 

Ég er móðir og amma og því er hagur fjölskyldunnar og barnanna eitthvað sem ég hef skoðanir á.

Ég hef áhuga á ýmsum málun sem koma hvorki  vinnu eða pólitík við. Ég prjóna af miklum móð og hef gaman af hannyrðum almennt.

Knattspyrna er ein göfugasta íþrótt sem til er. Flottasta og besta lið í heimi er auðvitað Manchester United. Ég er mikil áhugamanneskja um íþróttir almennt. Ég á mér uppáhaldslið í flestum hópíþróttum, þeim fáið þið vafalaust að kynnast síðar.

Ég eignaðist húsbíl fyrir tæpum 2 árum síðan og er það alger draumur að ferðast um okkar fagra land á þann hátt.  

Þar sem ég er ný á þessu sviði og frekar upptekin næstu 2 vikurnar þá hef ég lokað fyrir athugasemdir á síðunni, til að byrja með í það að minnsta kosti. Ég geri ráð fyrir að þegar maður slípast til þá opni maður á að þig getið mælt með eða á móti.

Þar sem ég er að koma af næturvakt og þarf að hvíla mig þá læt ég þetta duga að sinni.

Sjáumst fljótt aftur.

 

 


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband